Yoga janúarnámskeið

19.990 kr

– Uppselt

Á grunnnámskeiði er settur góður grunnur að jóga í heild sinni. Leiðin liggur í gegnum hreyfingar líkamans, inn í hreyfingar hugans og þaðan inn í innri ró og mýkt með Vinyasa uppbyggingu. Hver iðkandi kemur á sínum eigin forsendum og heldur í sitt eigið ferðalag þar sem hann býr til rými fyrir meðvitund, mýkt og styrk. Í kjölfarið öðlast sá hinn sami dýpri þekkingu á eigin líkama og Sjálfi, með það að leiðarljósi að styrkja og liðka líkama, innsæi og huga.

Námskeiðið fer fram í yogasal Sjúkraþjálfara Akraness, Suðurgötu 126, 300 Akranesi (gengið inn niðri um hurðina sem snýr út að götu). 

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur, 2x75mín í viku og hefst 10.janúar 2023.