Yoga febrúarnámskeið

19.990 kr

– Uppselt

Á grunnnámskeiði er settur góður grunnur að jóga í heild sinni. 

Áhersla er lögð á:
- uppbyggingu Vinyasa yoga
- algengustu yogastöðurnar í Vinyasa yoga
- öndun og hvernig hún leiðir hreyfingar
- vöðvahópa og líkamsminni
- styrkinn í mýktinni
- gleði, sjálfsöryggi og vellíðan

Leiðin liggur í gegnum hreyfingar líkamans, inn í hreyfingar hugans og þaðan inn í meðvitund, með Vinyasa uppbyggingu.
 Hver iðkandi kemur á sínum eigin forsendum og heldur í sitt eigið ferðalag inn í styrkinn í mýktinni. Í kjölfarið öðlast sá hinn sami dýpri þekkingu á eigin líkama og Sjálfi, með það að leiðarljósi að styrkja og liðka líkama, innsæi og huga.

Námskeiðið fer fram í yogasal Sjúkraþjálfara Akraness, Suðurgötu 126, 300 Akranesi (gengið inn niðri um hurðina sem snýr út að götu). 

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur, 2x75mín í viku.

Næsta grunnnámskeið hefst þriðjudaginn 7.febrúar.

Nýtt námskeið í hverjum mánuði frá jan-maí og sept-des, 2023.