9.990 kr
Það eru til ýmsar, misgóðar leiðir til að aga börn en eitt er víst að virðingarríkt uppeldi er ein af þeim bestu. Þetta námskeið er hannað fyrir þig ef þú vilt ná árangri í aga til lengri tíma og styrkir samband þitt við barnið þitt. Námskeiðið er valdeflandi fyrir foreldra en ekki síst sjálfsstyrkjandi.
Handbókin aðstoðar þig við að komast frá A-B þegar kemur að innleiðingu virðingarríks uppeldis, með meðvitund að leiðarljósi.
Eftir að þú hefur klárað námskeiðið hefur þú kost á að bóka 30 mínútna frían einkatíma um innleiðingu virðingarríks uppeldis.
"Æðislega góður fyrirlestur, takk kærlega fyrir mig"
— Inga María
"Ég og maðurinn minn erum mjög ánægð með fyrirlesturinn!
Hann var ótrúlega fræðandi og svo gott hvað þetta var allt á mannlegum nótum og auðvelt að tengja við. Það var svo gott að heyra reynslusögurnar þínar og hvernig þú tókst það fram að öllum verður á einhverntíman og maður getur ekki verið 100% í jafnvægi alltaf."
— Svanhildur
"Frábær hljóð- og myndgæði og góður fyrirlestur. Efnið komst vel til skila og ég er ótrúlega hrifin af handbókinni sem fylgdi með."
— Eva Suto