• Leið að uppeldi
  • Karfa (0)
  • Klára kaup
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Fræðsla

Hvað er RIE?

18. júlí, 2022

Hvað er RIE?
"Let the child be the scriptwriter,
the director and the actor 
in his own play"
Magda Gerber
 
 
Hvað er RIE?
RIE (borið fram "ræ") stendur fyrir Resources for Infant Educarers en hefur einnig verið þekkt sem virðingarríkt uppeldi (e. respectful parenting) og/eða meðvitað uppeldi (e. conscious/mindful/gentle parenting). 
Þegar öllu er á botninn hvolft er RIE alls ekki nýtt af nálinni en fræðin eiga upptök sín að rekja til Ungverjalands þar sem barnalæknirinn Emmi Pikler var forsprakki.  Hún bar ómælda virðingu í garð ungra barna, leit á þau sem heil og hæf og hélt fyrirlestra og skrifaði bækur þess efnis, eftir að hún útskrifaðist sem barnalæknir árið 1935.  Eftir seinni heimsstyrjöld stofnaði hún Loczy munaðarleysingjahælið fyrir vannærð og yfirgefin börn og rak hælið með þeirri stefnu sem hún trúði hvað mest á; RIE.  Þar voru hjúkrunarfræðingar sem önnuðust börn 0-3ja ára, sem síðar var komið fyrir á heimilum sem höfðu fengið sérstaka RIE-fræðslu.  Þetta gerði hún til að forðast það að börnin yrðu fyrir svokölluðum "stofnanaskaða" (e. institutional damage) sem var allt of algengur á öðrum munaðarleysingjahælum. 
Eftirrennari Emmi Pikler var svo Magda Gerber, sem fyrir tilviljun var vísað með börnin sín til Emmi í læknisskoðun.  Magda varð svo hugfangin af samskiptum Emmi við börnin sín að hún vildi læra af barnalækninum.  Magda fluttist seinna meir með fræðin og háskólagráðu sem early childhood educator til USA, þar sem hún svo stofnaði The RIE Organizations of America árið 1978.
Grunngildi RIE
  • Almennt traust á getu barns til að vera frumkvöðull í eigin lífi og lærdómi
  • Umhverfi barns skal vera líkamlega öruggt, vitsmunalega krefjandi og tilfinningalega nærandi
  • Tími helgaður ótruflum leik
  • Frelsi til að kanna samskipti við önnur ung börn
  • Virk þátttaka barns í eigin lífi og umönnun til að styðja við sjálfstæði þess og meðvitund
  • Tími helgaður því að fylgjast hljóðlega og meðvitað með barni til að skilja þarfir þess og þroska
  • Meðvituð, skýr og raunhæf mörk, ásamt eftirfylgni, sem stuðla að aga 
 
Afhverju sumir draga notagildi RIE í efa
Ég á enn eftir að kynnast foreldri sem hefur kynnt sér RIE almennilega, innleitt það og svo hætt að nota það því það "virkaði ekki". Í RIE er hvatt til heilbrigðra samskipta, gagnkvæmrar virðingar og trausts.  Fræðin styðja við náttúrulegt hreyfi- og þroskaferli barns þ.e. að barn sé t.d. ekki sett í líkamlegar stöður sem það getur ekki komið sér í/úr á eigin forsendum, eins og það að setja barn á magann fyrstu mánuðina eða setja það í sitjandi stöðu áður en það er byrjað að skríða.
Stór þáttur í RIE-uppeldi er einnig að hægja á og veita þroskaferli barnsins eftirtekt, á meðan við hlúum að og heilum okkar eigið innra barn.  Með þessu erum við líka að slaka á væntingum okkar til barnsins, því spáðu í því hvað það er þung orka að bera að einver sé endalaust að bíða eftir að við getum/gerum þetta og hitt.  Bíða eftir að við getum brosað, talað velt okkur, skriðið gengið, borðað sjálf, o.s.frv. - það er bara eitthvað íþyngjandi við þá tilhugsun, eitthvað sem gæti sagt manni að maður sé aldrei nóg, eða geri nóg.
RIE er því ekki beint uppeldisaðferð, heldur má horfa á þetta sem lífsstíl.  Lífsstíl sem styður okkur í að hægja á, vera meira í núinu, forgangsraða betur í daglegu lífi og í raun setja okkar eigið ego aðeins til hliðar (sem getur auðvitað verið erfitt, sérstaklega ef við höfum ekki verið alin upp á þennan hátt).  Með þessum lífsstíl erum við einnig að stíga inn í innri frið, þakklæti og sjálfsást.
 
 
Heimildir:
Æviágríp Emmi Pikler
Æviágríp Mögdu Gerber


Tweet Share Pin It Email

Einnig í Fræðsla

Eðlilegur hreyfiþroski
Eðlilegur hreyfiþroski

21. nóvember, 2022

Lesa meira

Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!
Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!

21. nóvember, 2022

Agi er undirstaða velgengni og vellíðunar og er eitthvað sem við ættum að setja ríka áherslu á að innleiða í uppeldinu.  En það er ekki sama hvernig það er gert.  Gamlar úreldar aðferðir þurfa nú að víkja fyrir bættari aðgerðum og virðingarríkt uppeldi hjálpar við það.

Lesa meira

Ekki skamma/múta/hóta !!
Ekki skamma/múta/hóta !!

26. júlí, 2022

Þekking á uppeldi og afleiðingum hefur stóraukist í gegnum árin. En eins og raun ber vitni hefur okkur mannkyninu ekki alltaf tekist að halda í við nýjustu tækni og vísindi.

Lesa meira

Valmynd
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla
  • Greinar
  • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Skráðu þig á póstlistann

Leið að Uppeldi

Þar sem meðvitund, hæglæti & stuðningur leiða í umönnun barna


  • Almennir skilmálar
  • Afhendingarleiðir
  • Skilareglur
  • Persónuverndarstefna
  • Lagalegir skilmálar

© 2023 Leið að uppeldi. .