26. júlí, 2022
Það er ýmislegt í virðingarríku uppeldi sem er ansi fjarri því sem við flest þekkjum. Eins og t.d. hrósmenning. Það er nefnilega þannig að í virðingarríku uppeldi er það ekki endilega okkar að vera sífellt að gera athugasemdir við hina ýmsu hluti. Sumir fara að halda að það megi þá ekki hrósa, en það er ekki endilega málið.
Virðing í uppeldi snýst mikið um að stíga inn í meðvitund, bæði í tali og athöfnum. Málnotkun og raddbeyting er þar mikilvæg, enda erum við fyrirmyndir að því sem við viljum að börnin okkar öðlist/verði/þrói með sér.
Það er áhugavert að seinna meir verðum við hissa á því að barnið okkar þurfi annarra manna samþykki til að finnast það vera nógu gott OG þó að við höfum sífellt verið að minna það á hvað það var duglegt og flott. Hrós missa marks þegar þau eru ofnotuð og/eða notuð þegar þau eiga eiginlega ekki við.
21. nóvember, 2022
26. júlí, 2022