• Leið að uppeldi
  • Karfa (0)
  • Klára kaup
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Fræðsla

Hrós er ekki það sama og hrós

26. júlí, 2022

Hrós er ekki það sama og hrós
Virðingarríkt uppeldi og hrós
 

Það er ýmislegt í virðingarríku uppeldi sem er ansi fjarri því sem við flest þekkjum.  Eins og t.d. hrósmenning.  Það er nefnilega þannig að í virðingarríku uppeldi er það ekki endilega okkar að vera sífellt að gera athugasemdir við hina ýmsu hluti.  Sumir fara að halda að það megi þá ekki hrósa, en það er ekki endilega málið. 

Virðing í uppeldi snýst mikið um að stíga inn í meðvitund, bæði í tali og athöfnum.  Málnotkun og raddbeyting er þar mikilvæg, enda erum við fyrirmyndir að því sem við viljum að börnin okkar öðlist/verði/þrói með sér. 

Í daglegu tali má oft heyra orð eins og "dugleg/ur" eða "æðislegt hjá þér!".  Orðið "dugleg/ur" er meira að segja svo ofnotað að við erum farin að nota það fyrir ótrúlegustu athafnir.  Við myndum t.d. aldrei segja við fullorðna manneskju að hún sé "dugleg að borða" en við notum það óspart í tali við börn.  Þar af leiðandi erum við óbeint að segja börnunum okkar að þau séu að borða fyrir aðra; til að aðrir verði ánægðir með þau.
  
Hvað á ég þá að segja ef ég vil hrósa barninu mínu?
  
Hrós sem þessi ("duglegur", "vá!") verða því ekkert sérstök lengur. Og þegar það kemur loksins augnablik þar sem við erum að springa úr stolti yfir því sem barnið okkar gerir og hrósið kemur algerlega frá hjartanu, þó að það sé "duglegu/ur" eða "vá! hvað þetta er flott hjá þér", þá þýðir það ekkert sérstakt fyrir barninu, af því að það er sífellt að heyra þessi sömu orð um svo margt annað.
Þetta þýðir ekki að ákveðin orð séu bönnuð eða ekki í lagi, heldur er þetta einungis til að minna okkur á að vera meðvituð um orðaforða okkar í garð barna og áhrif hans.
Ef þú vilt prófa þig áfram getur þú notað eftirfarandi frasa í stað þeirra gömlu:
  • þú gast þetta! *í stað* vá, hvað þú varst dugleg!
  • þú litaðir þetta alveg sjálfur *í stað* vá! æðisleg mynd! þú ert alger listamaður!
  • þú ert greinilega búin/n að vera að æfa þig *í stað* þú verður örugglega fótboltastjarna!
  • þú varst greinilega svöng/svangur *í stað* dugleg/ur! þú borðaðir allan matinn þinn!

Það er áhugavert að seinna meir verðum við hissa á því að barnið okkar þurfi annarra manna samþykki til að finnast það vera nógu gott OG þó að við höfum sífellt verið að minna það á hvað það var duglegt og flott.  Hrós missa marks þegar þau eru ofnotuð og/eða notuð þegar þau eiga eiginlega ekki við.



Tweet Share Pin It Email

Einnig í Fræðsla

Eðlilegur hreyfiþroski
Eðlilegur hreyfiþroski

21. nóvember, 2022

Lesa meira

Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!
Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!

21. nóvember, 2022

Agi er undirstaða velgengni og vellíðunar og er eitthvað sem við ættum að setja ríka áherslu á að innleiða í uppeldinu.  En það er ekki sama hvernig það er gert.  Gamlar úreldar aðferðir þurfa nú að víkja fyrir bættari aðgerðum og virðingarríkt uppeldi hjálpar við það.

Lesa meira

Ekki skamma/múta/hóta !!
Ekki skamma/múta/hóta !!

26. júlí, 2022

Þekking á uppeldi og afleiðingum hefur stóraukist í gegnum árin. En eins og raun ber vitni hefur okkur mannkyninu ekki alltaf tekist að halda í við nýjustu tækni og vísindi.

Lesa meira

Valmynd
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla
  • Greinar
  • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Skráðu þig á póstlistann

Leið að Uppeldi

Þar sem meðvitund, hæglæti & stuðningur leiða í umönnun barna


  • Almennir skilmálar
  • Afhendingarleiðir
  • Skilareglur
  • Persónuverndarstefna
  • Lagalegir skilmálar

© 2023 Leið að uppeldi. .