• Leið að uppeldi
  • Karfa (0)
  • Klára kaup
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Fræðsla

Eru RIE leikföng nauðsyn?

18. júlí, 2022

Eru RIE leikföng nauðsyn?

Hvað eru nauðsynjar?

Það er ekki ólíklegt að þú hafir nú þegar rekist á ýmsar auglýsingar þess efnis hvaða útbúnað ber að eiga þegar barn er væntanlegt.  Ekki nóg með það að til sé ógrynni af allskonar (misgóðum) vörum, þá er þeim vísvitandi otað að okkur í gegnum allskonar auglýsingar, á hvaða miðlum sem er.  En þegar kemur að því að velja mublur, leikföng, fatnað og allt það sem börnin okkar gætu þurfað, þá er einnig mikilvægt að huga að því hvað barnið virkilega þarf.

Þegar við kynnumst RIE/Virðingarríku uppeldi þá erum við gjarnan komin í annarskonar hugleiðingar varðandi t.d. leikföng.  Við erum oft komin í leikföng sem eru merkt "montessori", "RIE", "waldorf" eða eitthvað slíkt; semsagt leikföng sem eru oftar en ekki hönnuð úr náttúrulegum efnivið og eru opnari en önnur leikföng (hægt að nota á fleiri vegu).  Það sem ber að varast er að kaupa ekki of mikið og alls ekki of snemma, því börnin okkar þurfa minna en meira fyrstu árin. 

Það er vænlegt til vinnings (og sparnaðar) að velja vel hvað er keypt inn á heimilið, nóg dót fylgir barni þá þegar, svo það er ekki endilega huggulegt að vera með fullt hús af alls konar leikföngum sem verða mismikið notuð... eða ekki neitt.

Þarf maður að eiga RIE-leikföng?

Byrjum á að spyrja okkur að því hvað RIE leikföng séu.  Það er algerlega markaðssett vara, stundum í góðum tilgangi, en oft í þeim tilgangi að selja foreldri hugmyndina um að þetta sé eitthvað sem barnið verði að eiga.  Og í þeirri viðkvæmu stöðu sem við erum í sem foreldrar, og það að við viljum allt það sem er barninu okkar fyrir bestu, getur leitt okkur í þá gryfju að kaupa of mikið af leikföngum.  En hvaða leikföng þarf barn?

Það er ekkert leyndarmál að börn elska að handfjatla allt það sem við fullorðnum notumst við inni á heimilinu.  Eldhúsáhöld eru t.d. yfirleitt vinsæl hjá börnum, fjarstýringar, að týna upp úr skúffum og körfum ofl. 

Barn 0-6 mánaða: þarf einföld leikföng, t.d. ekki nema einn til tvo gagnsægja klúta og svarthvítar myndir á veggina (hægt að prenta út).  Það þarf einnig gott, hlýtt og öruggt rými.

Barnið þarf ekki leikgrind, göngugrind (!), ruggustól, allskonar hristur og þess háttar dót.

Barn 6-12 mánaða: vill endilega leika með eldhúsáhöld og að hafa ílát til að setja hluti í og taka aftur úr.  Það er líka komið á það stig að vilja klifra, svo það er gott að reyna að finna lausnir á því (t.d. klifra á sófapullum sem eru lagðar á gólfið).

Barnið þarf ekki skjátíma (!), hoppurólu (!), fullt af nýju dóti.

Barn 12-24 mánaða: hefur oft gaman af dúkkuleikjum, bílum, kubbum, bókum.

Barnið þarf ekki skjátíma (!), að eiga fullt af dóti (því meira dót, því meira rót). 

Barn 24-36 mánaða: vill oft fara í hlutverkaleiki, lita, perla, mála, leira.  Þar er hægt að finna fullt af leikjum þar sem maður getur útbúið t.d. málningu úr því sem er til heima í bökunarskúffunni eða að búa til heimagerðan leir.

Barnið þarf ekki skjátíma (!!!), pikler-klifurgrind, fulla dagskrá allan daginn.  Því má leiðast, á milli þess sem það finnur sér leiki.

 

Það er til mikið af sniðugum leikföngum

...sem eru samt ekki endilega þörf.  Það er okkar að vega og meta hverju sinni hvernig við viljum verja peningunum okkar og til hvers.  Og þó að leikföng séu risastór partur af lífi og lærdómi barns og sé gríðarlega mikilvægur fyrir þroska barnsins, þá þýðir það ekki að barnið þurfi öll þau leikföng sem bjóðast.  Það er einnig mjög gott að hugsa umvherfisvænt þegar kemur að leikföngum.  Oft er hægt að fá notuð leikföng héðan og þaðan sem geta reynst vel, þó þau séu ekki merkt "montessori" eða "RIE", eða hvað það er.  En svo eru kannski leikföng eins og pikler-klifurgrind, sem er mjög sniðug, sem ykkur langar að fjárfesta í, sem er einnig hið besta mál.  Hér gildir klassíska reglan: meðvitaðar fjárfestingar.

Umfram allt þarf barnið þitt tengls, rými og ró til að fá að uppgötva umhverfi sitt og tólin sem því bjóðast.  Barn sem er í sífellu truflað í leik eða því stjórnað, verður oft barn sem ekki getur unað sér vel í sjálfstæðum leik.

 



Tweet Share Pin It Email

Einnig í Fræðsla

Eðlilegur hreyfiþroski
Eðlilegur hreyfiþroski

21. nóvember, 2022

Lesa meira

Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!
Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!

21. nóvember, 2022

Agi er undirstaða velgengni og vellíðunar og er eitthvað sem við ættum að setja ríka áherslu á að innleiða í uppeldinu.  En það er ekki sama hvernig það er gert.  Gamlar úreldar aðferðir þurfa nú að víkja fyrir bættari aðgerðum og virðingarríkt uppeldi hjálpar við það.

Lesa meira

Ekki skamma/múta/hóta !!
Ekki skamma/múta/hóta !!

26. júlí, 2022

Þekking á uppeldi og afleiðingum hefur stóraukist í gegnum árin. En eins og raun ber vitni hefur okkur mannkyninu ekki alltaf tekist að halda í við nýjustu tækni og vísindi.

Lesa meira

Valmynd
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla
  • Greinar
  • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Skráðu þig á póstlistann

Leið að Uppeldi

Þar sem meðvitund, hæglæti & stuðningur leiða í umönnun barna


  • Almennir skilmálar
  • Afhendingarleiðir
  • Skilareglur
  • Persónuverndarstefna
  • Lagalegir skilmálar

© 2023 Leið að uppeldi. .