• Leið að uppeldi
  • Karfa (0)
  • Klára kaup
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla 
    • Greinar
    • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Fræðsla

Bræðisköst - hvernig höndla ég barnið mitt?

18. júlí, 2022

Bræðisköst - hvernig höndla ég barnið mitt?

Mikilvægi bræðiskasta

Ég veit... 

að bræðisköst séu mikilvæg er örugglega það síðasta sem okkur dettur í hug.  Skiljanlega!  Bræðisköst eru óþægileg, lýta ekki vel út, valda oft ójafnvægi og geta hreint út sagt verið óþolandi.  En þegar við spáum enn frekar í því frá virðingarríku sjónarhorni þá er skapofsakast enn erfiðara fyrir barnið sem er að ganga í gegnum það.  Barnið hefur nefnilega misst alla heilastjórn og getur ómögulega náð henni til baka vegna vanþroskaðs framheila, þar sem öll rökhugsun fer fram.

Í virðingarríku uppeldi er lögð mikil áhersla á að skilja sjónarhorn og upplifun barns.  Með það að leiðarljósi náum við oft að sleppa við að taka því sem barnið gerir persónulega.  Við sjáum handan hegðunar og náum að bregðast betur við og vera þannig fyrirmynd að því að barnið okkar geti treyst á að þegar það á erfitt fái það viðeigandi aðstoð.  

Athugaðu orðalagið: þegar barnið Á erfitt, en ekki ER erfitt.  Það er nefnilega mikilvægið, að við sjáum handan hegðunar, að við sjáum barnið ekki sem vandamál, heldur að það sé hjálparvana og að við erum til staðar til að hjálpa því.

Börn gera vel ef þau geta

Það er nefnilega þannig að börnin okkar gera vel ef þau geta og ef þau geta ekki gert vel er það ekki skipulagt athæfi hjá þeim.  Eins og ég nefndi fyrr þá er framheilaþroskinn það lítill að rökhugsun er nánast engin.  Þetta á jafnvel við um unglingana okkar líka, sem taka allskyns bræðisköst yfir því að fá ekki að gera það sem þeir vilja.  Á sama tíma vill það oft blekkja okkur að þeir eru svo líkir fullorðnum einstaklingum að við búumst við meiru af þeim en raunveruleg geta þeirra býður upp á.

Börn vilja gera vel, þeim líður vel með það að gera vel og þau sækjast eftir því að líða vel.  Það er því taktlaust, miðað við nútíma þekkingu, að halda að börn séu í skipulagðri glæpastarfsemi þegar kemur að því að taka bræðisköst, lemja, sparka, öskra, gráta og allt þar fram eftir götunum.  Á þessu augnabliki þurfa börn skýr mörk (oft líkamleg), tengingu og rými til að tjá sig.  Ef úrvinnslu er svo háttað mun barnið að öllum líkindum koma til með að trúa því staðfastlega að það skipti máli og að á það sé hlustað, líka þegar því líður ekki vel.

Til mikils að vinna

Bræðisköst eru mikil líkamleg og andleg losun.  Dr. Gabor Maté, sérfræðingur í fíknivandamálum og æskusárum, hefur oft komið inn á það í viðtölum sínum hversu mikilvægt það er að hlúð sé að barni, jafnt á góðum stundum sem erfiðum.  Það að bæla tilfinningar, skamma, setja í skammarkrók (e. time-out) og aftengja við barn sem á erfitt lætur barnið trúa því að það sé eitthvað að því, það sé ekki elskað og að það sé jafnvel slæmt.  

Það er enn sorglegar að heyra fullorðið fólk segja að það hafi verið "svo erfitt barn", vegna þess að það að fá ekki viðeigandi aðstoð og athygli skilur eftir sig nákvæmlega þessa trú.  Barn er ekki erfitt, það á erfitt.

Það er til mikils að vinna að nýta sér virðingarríkt uppeldi til úrvinnslu bræðiskasta, bæði fyrir foreldri og barn.  Foreldrið fær rými til að anda, endurhugsa, koma sér út úr egó-huganum (sem tekur hegðuninni persónulega) og inn í áhorfandann (sem nær að vera hlutlausari og aðstoðar þar af leiðandi betur).  Barnið fær þar af leiðandi öruggan leiðtoga með betur stilltara taugakerfi til að hjálpa til við úrvinnslu stórra og erfiðra tilfinninga.



Tweet Share Pin It Email

Einnig í Fræðsla

Eðlilegur hreyfiþroski
Eðlilegur hreyfiþroski

21. nóvember, 2022

Lesa meira

Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!
Agi er mikilvægur fyrir velgengni barnsins þíns!

21. nóvember, 2022

Agi er undirstaða velgengni og vellíðunar og er eitthvað sem við ættum að setja ríka áherslu á að innleiða í uppeldinu.  En það er ekki sama hvernig það er gert.  Gamlar úreldar aðferðir þurfa nú að víkja fyrir bættari aðgerðum og virðingarríkt uppeldi hjálpar við það.

Lesa meira

Ekki skamma/múta/hóta !!
Ekki skamma/múta/hóta !!

26. júlí, 2022

Þekking á uppeldi og afleiðingum hefur stóraukist í gegnum árin. En eins og raun ber vitni hefur okkur mannkyninu ekki alltaf tekist að halda í við nýjustu tækni og vísindi.

Lesa meira

Valmynd
  • Uppeldisnámskeið
  • Yoganámskeið
  • Gjafakort
  • Fræðsla
  • Greinar
  • Hlaðvarp
  • Um mig
  • Hafa samband
Skráðu þig á póstlistann

Leið að Uppeldi

Þar sem meðvitund, hæglæti & stuðningur leiða í umönnun barna


  • Almennir skilmálar
  • Afhendingarleiðir
  • Skilareglur
  • Persónuverndarstefna
  • Lagalegir skilmálar

© 2023 Leið að uppeldi. .