21. nóvember, 2022
Að setja sig í spor barna
Ímyndaðu þér þessar aðstæður: fullorðinn einstaklingur er lamaður fyrir neðan háls og er settur á magann. Hann getur hvorki hreyft legg né lið, getur varla snúið höfðinu til og hefur mjög takmarkað útsýni.
Þegar ungabörn eru lögð á magann reyna þau að lyfta höfðinu. En hálsliðir smábarns eru engan veginn í stakk búnir til að takast á því það tog sem þarf til að barn geti lyft höfði. Barninu finnst hinsvegar óþægilegt að liggja svona á maganum, geta ekki hreyft sig og snúið sér við sjálft, svo það reynir hvað það getur að lyfta höfðinu.
í RIE eru foreldrar hvattir til að leyfa börnum að fylgja sínum náttúrulega hreyfiþroska. Það þýðir að barn fer ekki á magann fyrr en það hefur náð að snúa sér sjálft (í kringum 3-5mánaða). Barn fer ekki í sitjandi stöðu fyrr en það er búið að læra að skríða og styrkja bak- og kviðvöðva til að geta haldið sér uppréttu. Barn fer ekki að ganga fyrr en það hefur æft sig nógu lengi (af sjálfsdáðum) að standa upp og ganga meðfram.
Langtímaáhrif
Það er að ýmsu að huga þegar kemur að langtímaáhrifum þess að aðstoða börn við að komast í þær stöður sem líkami þeirra er í raun ekki tilbúinn að komast í. Ef barni er hjálpað að ganga með því að haldið sér í hendur þess fyrir ofan höfuð þess er mikil hætta á að barn þrói með sér óeðlileg fallviðbrögð; í stað þess að setja hendurnar fyrir sig þegar það dettur reynir það að grípa í eitthvað fyrir ofan sig. Þar er búið að búa til falskt öryggi og hafa áhrif á líkamsminnið sem segir barninu að öryggið sé fyrir ofan (þar sem hendur fullorðins einstaklings hafa teymt barnið áfram).
Langtímaáhrif þess að hjálpa barni að klifra með því að ýta því áfram, halda við það og grípa það svo þegar það fipast og dettur verður til þess að barnið fer oft geist í hlutina, sem svo veldur meiðslum eða óöryggi.
Þegar barn lærir að klifra sjálft og fær tækifæri, tíma og rými til að prófa sig áfram þó að foreldri sé nálægt, mun prófa sig hægt áfram; það mun leika hættulega leiki varlega. Um leið og viðbrögð okkar verða ýkt ("passaðu þig") getur barnið fipast og dottið.
Hvernig getur þú stutt barnið þitt í eðlilegum hreyfiþroska?
Ekki drífa þig! Það er ótrúlega spennandi að eignast fyrsta barnið (sérstaklega). Allt er nýtt, foreldar bíða í ofvæni eftir næsta afreki og með litla sem enga reynslu í farteskinu verður oftar en ekki úr svo mikil hjálpsemi að það í raun eyðileggur fyrir barninu til lengdar.
Þú getur stutt við barnið þitt með því að vera til staðar ef barnið þarf á þér að halda, notast við meðvitund í viðbrögðum og gefa þér tíma í að lesa í barnið þitt með því að sitja hljóðlega og fylgjast með barninu reglulega frá unga aldri.
Með þessu móti munt þú einnig fá tækifæri til að átta þig á því fyrr ef eitthvað er að eða er ekki að þroskast rétt, sem þú getur svo rætt við fagaðila og fengið stuðning við.
21. nóvember, 2022
26. júlí, 2022
26. júlí, 2022
18. júlí, 2022
18. júlí, 2022
18. júlí, 2022
18. júlí, 2022
Það er til mikið af sniðugum leikföngum sem eru samt ekki endilega þörf. Það er okkar að vega og meta hverju sinni hvernig við viljum verja peningunum okkar og til hvers